
Leikskólinn Reynisholti
Í Reynisholti eru samtímis 86 börn á fjórum deildum sem bera nöfnin Bjartilundur, Geislalundur, Sunnulundur og Stjörnulundur.
Leikskólinn Reynisholt er staðsettur í fallegum trjálundi í næsta nágrenni við Reynisvatn. Hann var opnaður formlega 30. nóvember 2005 og hefur leikskólastjóri starfað frá því í ágúst 2005. Þann 26. október komu fyrstu börnin í hús og var strax hafist handa við að innleiða þær áherslur sem leikskólinn lagði upp með en það er lífsleikni í skólastarfi. Sumarið 2008 var hafist handa við byggingu fjórðu deildarinnar og var hún tekin í notkun í lok október 2008. Umhverfismennt er stór þáttur í starfi leikskólans og flöggum við grænfánanum í þriðja sinn haustið 2014.
Leikskólakennari/leiðbeinandi - Reynisholt
Leikskólakennari eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast í um 50% starf á leikskólann Reynisholt. Við erum staðsett í Grafarholti, Gvendargeisla 13, 113 Reykjavik.
Lögð er áhersla á lífsleikninám í gegnum snertingu, jóga, umhverfismennt og bernskulæsi.Í Reynisholti dvelja samtímis 80 börn á fjórum deildum.
Kjörorð leikskólans eru fagmennska, virðing og vellíðan.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun æskileg eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- sundkort
- menningarkort
- Árlegur heilsustyrkur eftir 6 mán. í starfi
- afsláttur af dvalargjaldi
- samgöngusamningur
- frír hádegismatur
- forgangur í leikskóla.
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Gvendargeisli 13, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Íþróttafræðingur óskast á hjúkrunarheimilið Hamra
Hamrar hjúkrunarheimili

Leikskólar LFA - Leikskólinn Bakkakot - Erum við að leita að þér ?
LFA ehf.

Vinna með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

ÓE leikskólakennara
Waldorfskólinn Sólstafir

Viltu spennandi starf sem passar fullkomlega með námi?
Kópavogsskóli

Leikskólakennari 75-100% staða
Heilsuleikskólinn Álfasteinn

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Núp
Núpur

Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólasérkennari
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær