
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á að börn læri í gegnum leik. Markvisst er unnið með læsishvetjandi umhverfi, félagsfærni, og sjálfseflingu barna. Einnig er lögð áhersla á gæði í samskiptum við börn, foreldra og aðra starfsmenn. Starfið í Klettaborg einkennist af leik í flæði sem og í hópum þegar það á við, bæði úti og inni.
Nýlega fékk Klettaborg hvatningarverðlaun Skóla- og frístudarsviðs fyrir verkefnið "Litlu laukarnir" sem er verkefni til að stuðla að góðri matarmenningu barna.
Í Klettaborg starfar frábær og samheldinn starfsmannahópur sem vantar fleiri í teymið.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- 36 stunda vinnuvika
- Menningakort-bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur












