

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól - Heilsuleikskóli er 3ja deilda ungbarnaleikskóli með alls 54 börn hverju sinni. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.
Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Hjá okkur er lögð áhersla á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska
þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu. Í Ársól er lögð rík áhersla á að vinna að faglegu og umhyggjuríku námsumhverfi fyrir ung börn.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi
á Íslandi þar sem heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt
starf og rekstur heilsuleikskóla.
Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.
Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á
Taktu þátt í að byggja upp gott teymi hjá okkur
Frekari upplýsingar veitir Inga Dóra Hlíðdal Magnúsdóttir leikskólastjóri [email protected] eða í síma 563-7730.
Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Óskum eftir starfsmanni í 50-100% starfshlutfall frá og með 1.mars 2025
Um er að ræða tímabundna stöðu til 30.júní 2025, með möguleika á framlengingu.
Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is og um starfsemi
Skóla ehf. á www.skolar.is
- Tilbúinn að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans.
- Samvinnufús og hefur góða hæfni í samskiptum.
- Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun.
- Stundvís, samviskusamur, jákvæður, sýna frumkvæði og hafa ánægju af því að vinna með ungum börnum
- Kennaramenntun
- Uppeldismenntaður starfsmaður
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Metnaðarfullt starfsumhverfi
- Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
- Íþróttastyrkur
- Fatastyrkur
- Viðverustefna
- Samgöngustyrkur
- 3 heilsusamlegar máltíðir á dag












