Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast á leikskólann Skerjagarð.
Við á Skerjagarði getum bætt við okkar frábæra starfsmannahóp.
Á Skerjagarði er lögð áhersla á faglegt starf þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín í öruggu umhverfi. Allt nám á að veita börnum ánægju og vekja áhuga á að læra meira. Það sem einkennir okkur á Skerjagarði er að við leggjum okkur fram við að skoða okkur í starfi, taka framförum og höfum metnað til að gera faglegt starf betra.
Ef þú hefur áhuga að starfa í fallegum leikskóla í yndislegu umhverfi í Skerjafirðinum. Í leikskóla þar sem jákvæðni, gleði, frumkvæði sköpun og lýðræði er haft að leiðarljósi. Á Skerjagarði er unnið eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru Gleði – Frumkvæði – Sköpun
Skerjagarður er skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir metnaður og gleðin er höfð i fyrirrúmi.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Alfreðs
Upplýsingar um skólann er að finna á skerjagardur.is
Íslensku kunnátta skilyrði. Framtíðarstarf
- Tlbúinn að tileikna sér stefnu og starfsaðferðir Skerjagarðs.
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara,taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.
- Sýna frumkvæði og jákvæðni í starfi. Hafa ánægju og gleði að leiðarljósi í starfi með börnum og kennurum skólans.
- Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun.
- Leiðbeinandi.
- Frumkvæði í starfi sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Góð og jákvæð samskipti
- Annað.
- Frítt fæði
- Styttri vinnuvika.
- Íþrótta og samgöngustyrkur