Leikskólinn Skerjagarður
Leikskólinn Skerjagarður

Leikskólakennari/Leiðbeinandi

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast á leikskólann Skerjagarð.

Við á Skerjagarði getum bætt við okkar frábæra starfsmannahóp.

Á Skerjagarði er lögð áhersla á faglegt starf þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín í öruggu umhverfi. Allt nám á að veita börnum ánægju og vekja áhuga á að læra meira. Það sem einkennir okkur á Skerjagarði er að við leggjum okkur fram við að skoða okkur í starfi, taka framförum og höfum metnað til að gera faglegt starf betra.

Ef þú hefur áhuga að starfa í fallegum leikskóla í yndislegu umhverfi í Skerjafirðinum. Í leikskóla þar sem jákvæðni, gleði, frumkvæði sköpun og lýðræði er haft að leiðarljósi. Á Skerjagarði er unnið eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru Gleði – Frumkvæði – Sköpun

Skerjagarður er skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir metnaður og gleðin er höfð i fyrirrúmi.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Alfreðs

Upplýsingar um skólann er að finna á skerjagardur.is

Íslensku kunnátta skilyrði. Framtíðarstarf

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tlbúinn að tileikna sér stefnu og starfsaðferðir Skerjagarðs.
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara,taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.
  • Sýna frumkvæði og jákvæðni í starfi. Hafa ánægju og gleði að leiðarljósi í starfi með börnum og kennurum skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun.
  • Leiðbeinandi.
  • Frumkvæði í starfi sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð og jákvæð samskipti
Fríðindi í starfi
  • Annað.
  • Frítt fæði
  • Styttri vinnuvika.
  • Íþrótta og samgöngustyrkur
Auglýsing birt4. desember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bauganes 13, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar