Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Leikskólakennari/leiðbeinandi

Ungbarnaleikskólinn Ársól - Heilsuleikskóli er 3ja deilda ungbarnaleikskóli með alls 54 börn hverju sinni. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Hjá okkur er lögð áhersla á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska
þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu. Í Ársól er lögð rík áhersla á að vinna að faglegu og umhyggjuríku námsumhverfi fyrir ung börn.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi
á Íslandi þar sem heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt
starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.

Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á

Taktu þátt í að byggja upp gott teymi hjá okkur

Frekari upplýsingar veitir Inga Dóra Hlíðdal Magnúsdóttir leikskólastjóri arsol@skolar.is eða í síma 563-7730.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu. Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Óskum eftir starfsmanni í 50-100% starfshlutfall frá og með 1.janúar 2025

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is og um starfsemi
Skóla ehf. á www.skolar.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tilbúinn að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans.
  • Samvinnufús og hefur góða hæfni í samskiptum.
  • Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun.
  • Stundvís, samviskusamur, jákvæður, sýna frumkvæði og hafa ánægju af því að vinna með ungum börnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun
  • Uppeldismenntaður starfsmaður
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Metnaðarfullt starfsumhverfi
  • Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
  • Íþróttastyrkur
  • Fatastyrkur
  • Viðverustefna
  • Samgöngustyrkur
  • 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
Auglýsing birt4. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Völundarhús 1, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar