Efstihjalli
Efstihjalli
Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum einu sinni í viku.
Efstihjalli

Leikskólakennari í Efstahjalla

Leikskólakennari óskast í leikskólann Efstahjalla.

Leikskólinn Efstihjalli er 5 deilda leikskóli. Í leikskólanum eru 97 börn á aldrinum 1 – 5 ára.

Efstihjalli er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Áherslur í starfinu eru á leikinn í allri sinni fjölbreytni, félagsfærni barnanna. Unnið er með Lubbi finnur málbeinið og vináttuverkefni Barnaheilla. Verið er að fara af stað í tvö þróunarverkefni Snemmtæk íhlutun og Réttindaskóli UNICEF.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
Starfið felur í sér almenna kennslu
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti
Sjálfstæð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð7. mars 2023
Umsóknarfrestur28. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Efstihjalli 2, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.