Leikskólakennari í Ægisborg
Vilt þú koma að vinna á vinnustað þar sem gleði, virðing og umhyggja ráða ríkjum!
Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á að skapa hlýlegt lærdómssamfélag barna og fullorðinna. Helstu áherslur starfsins hnitast í kring um leik, læsi, hreyfingu og lýðræði og eru kjörorð leikskólans virðing og gleði.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Leikskólakennaramenntur og leyfisbréf kennara.
Reynsla af uppeldis og kennslustörfum með börnum æskileg.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Sundkort
Menningarkort
Stytting vinnuviku
Ókeypis matur
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur