
Lækur
Lækur er sex deilda leikskóli þar sem dvelja 129 börn. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal. Lækur er í tveim byggingum en Lækjavöllur, sem er á milli skólabygginganna, er nýttur sem útiskóli og er verið að þróa starfið þar með eldri börnum skólans.
Sjálfræði, umhyggja og virðing eru einkunnarorð leikskólans. Með þessi orð að leiðarljósi leggjum við áherslu á að hvetja og styðja börn í leik og starfi. Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun og þannig komið til móts við þarfir hvers einstaklings.
Lækur notar kennsluhætti sem kallast einstaklingsmiðað nám og sækja kenningar til Howard Gardner, Dewey, Montessori og Piaget. Hugtakið vísar til skipulags skólastarfs sem tekur mið af námslegum þörfum hvers einstaklings fremur en hópa. Barnið vinnur sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Kennarar og börn bera sameiginlega ábyrgð á náminu. Dæmi um vinnu eru námssvæði, lausnaleitanám t.d. barnaþing, rannsóknarhópar, valverkefni og ferilmöppur.
Annað nátengt hugtakinu um einstaklingsmiðað nám er skóli án aðgreiningar sem líka tengist grunngildum okkar um jafnrétti og jafnan rétt til þátttöku. Skóli án aðgreiningar kom í kjölfar yfirlýsinga Barnasáttmálans þar sem kveðið er á um að aðildarríki viðurkenni rétt barns til menntunar og að öll börn njóti sömu tækifæra. Þannig er Lækur leikskóli sem án aðgreiningar nýtir sér einstaklingsmiðað nám til að ná sínum markmiðum.

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast
Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í góðan starfshóp á leikskólanum Læk.
Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.
Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.
Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, virðing og hlýja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Frumkvæði í starfi.
- Góð samskiptahæfni.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi
Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum
Frítt fæði
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur12. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dalsmári 21, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Umsjónarkennari óskast vegna forfalla
Helgafellsskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Sérfræðingur í stoðþjónustu í Sandgerðisskóla
Suðurnesjabær

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir sérkennslustjóra
Leikskólinn Krílakot

Sumarstarf í leikskólanum Sólhvörfum
Sumarstörf - Kópavogsbær

Kennarar í Sandgerðisskóla skólaárið 2025-2026
Suðurnesjabær

Kennarar í Gerðaskóla skólaárið 2025-2026
Suðurnesjabær

Ertu atferlisfræðingur/þroskaþjálfi í leit að nýrri áskorun?
Efstihjalli

Sérgreinakennari í málefnum barna með fjölbreyttan bakgrunn
Efstihjalli

Leikskólakennarastaða á Leikskólanum Lækjarbrekku Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Stöður leikskólakennara í Árbæ á Selfossi fyrir haustið 2025
Hjallastefnan

Flataskóli óskar eftir umsjónarkennara
Flataskóli