

Leikskólakennari eða leiðbeinandi
Leikskólinn Austurkór leitar að flottum liðsmönnum í fullt starf og í hlutastarf
Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildi skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. Starfshópurinn hefur byggt upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild.
Ef þú telur þig eiga erindi í okkar flotta lið, endilega skelltu inn umsókn og ævintýrin gætu beðið þín.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Leikskólakennaramenntun
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra háskólamenntun eða leiðbeinandi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur að einstaklingsmiðuðu uppeldi og menntun barnanna
- Tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans m.a. í þróunarverkefnum, foreldrasamstarfi, á starfsmannafundum og samstarfi við aðrar stofnanir
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er umsemjanlegt.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Frekari upplýsingar veitir Harpa Dís, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is
Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni: austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans: facebook.com/austurkor











