Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari, 50-100% starf

Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness er sjálfstæð fag- og rekstrareining á vegum Seltjarnarnesbæjar og er staðsettur í Gamla Mýrarhúsaskóla við Nesveg. Hann var stofnaður í júlí 2021 og tók til starfa 1. október sama ár. Leikskólinn heyrir undir skólanefnd bæjarins og er sviðsstjóri fjölskyldusviðs yfirmaður leikskólamála. Í leikskólanum eru nemendur á öðru aldursári til tveggja ára.

Í ungbarnaleikskólanum er lögð áhersla á máltöku og málrækt ungbarna, hreyfingu og útivist. Leikskólinn á í samstarfi við Bókasafn Seltjarnarnes og íþróttafélagið Gróttu.

Í leikskólanum er lögð áhersla á vellíðan samanber að þar er lítil líkamsrækt og slökunaraðstaða fyrir starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •         Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barna sem yfirmaður felur honum
  •         Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hver og eins svo þau fái notið sín sem einstaklingar
  •          Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar
  •          Vinnur náið í samstarfi við foreldra / forráðamenn barnanna
  •          Starfa samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er eiga við og aðalnámskrá leikskóla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða sambærileg menntun
  • Starfsleyfi sem leikskólakennari eða sambærileg menntun sem nýtist í starf
  • Reynsla af starfi í leikskóla er æskileg
  • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  •          Sundkort
  •          Bókasafnskort
  •          Heilsuræktarstyrkur
  •           Samgöngustyrkur
  •           36 stunda vinnuvika
Auglýsing birt15. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar