
Leikskólakennari
Leikskólakennari með leyfisbréf til kennslu óskast til starfa í leikskólann Rofaborg í Árbæ. Rofaborg er rótgróinn, fimm deilda leikskóli í hjarta Árbæjar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni, vaxa í starfi og aðstoða litla fólkið sem hér dvelur við að þroskast og dafna. Rofaborg er líflegur starfsstaður þar sem lögð er áhersla á að nýta styrkleika hvers og eins svo að allir hafi tækifæri til að hafa áhrif á starfið. Leikur, hreyfing og sköpun er ríkur þáttur í starfi leikskólans hjá öllum börnum, sem og félagsfærniþjálfun, málörvun og læsi.
Ef ekki næst að ráða kennara í starfið kemur til greina að ráða starfsmann með reynslu og metnað fyrir kennslu og umönnun ungra barna.
Einkunnarorð Rofaborgar eru leikur - gleði - vinátta.
Aðeins er um að ræða fullt starf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna skv. starfslýsingu leikskólakennara.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra.
- Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk.
- Samskipti og samvinna við foreldra.
- Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni.
- Leyfisbréf til kennslu.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
- Hæfni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Ábyrgð og áreiðanleiki.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
- Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
- Íþróttastyrkur kr. 16.000.- eftir 6 mánuði í starfi
- Afsláttur af leikskólagjaldi fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
- Forgangur fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
- Samgöngusamningur kr. 7.500- ef notaður er vistvænn ferðamáti að mestu leyti
- Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Íslenska










