Bláskógaskóli Laugarvatni
Bláskógaskóli Laugarvatni
Bláskógaskóli Laugarvatni

Leikskólakennari

Leikskóladeild Bláskógaskóla auglýsir eftir leikskólakennara til starfa í 100% stöðu frá og með nóvember 2025.

Leikskólakennari starfar samkvæmt stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu Sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla sem og öðrum lögum er við eiga.

Í leikskólastarfinu í Bláskógaskóla á Laugarvatni er lögð rík áhersla á lýðræði, félagsfærni, samvinnu, útinám og samstarf milli skólastiga.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags leikskólakennara en tímabundin viðbótarlaun greiðast vegna átaksverkefnis til að fjölga leikskólakennurum. Umsóknum fylgir yfirlit yfir nám og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Starfið hentar öllum óháð kyni.

Nánari upplýsingar veitir Lieselot Simoen leikskólastjóri í síma 480-3051.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í uppeldi og menntun leikskólabarna. 
  • Að fylgjast með velferð leikskólabarna og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins. 
  • Þátttaka í teymisvinnu, foreldrasamstarfi og faglegum verkefnum.  
  • Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra. 
  • Þátttaka í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum. 
  • Að gæta að öryggi leikskólabarna, menntun, þroska þeirra og líðan. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara, sbr. lög nr. 95/2019, III kafli 9. grein og IV kafli 20. grein. 
  • Reynsla í leikskólastarfi er æskileg. 
  • Færni í mannlegum samskiptum. 
  • Hæfni og áhugi í starfi með börnum. 
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Færni í ræðu og riti.
  • Góð íslenskukunnátta æskileg.
Fríðindi í starfi
  • Tímabundin viðbótarlaun 

  • Yfirvinnugreiðslur (6 klst.) 
  • Ívilnun vegna aksturs 
  • Fatastyrkur
  • Frítt fæði 
  • Stytting vinnuvikunnar 
  • Sund/líkamsræktarkort Bláskógabyggðar 
  • Skapandi starfsumhverfi 
Auglýsing birt2. október 2025
Umsóknarfrestur13. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lindarbraut 6, 840 Laugarvatni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar