Leikskólinn Vallarsel
Leikskólinn Vallarsel
Leikskólinn Vallarsel

Leikskólakennarar óskast í Vallarsel Akranesi

Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskólann Vallarsel, Skarðsbraut 6, 300 Akranes. Vallarsel er sex deilda leikskóli og þar dvelja 126 börn.

Kjörorð okkar eru Syngjandi glöð í leik og starfi

Vallarsel er tónlistarleikskóli þar sem unnið er markvisst með tónlist. Unnið er samkvæmt tónlistarnámskrá sem er aldursskipt.

Í Vallarseli er traustur og góður starfsandi. Við erum með öflugan kjarna af fólki þar sem þekking og reynsla fær að njóta sín.

Við leggjum mikið upp úr samvinnu og samheldni.

Markmið leikskólans eru að efla sjálfstraust og sjálfstæði barna í öllum daglegum athöfnum. Okkar markmikð er að hjálpa börnunum að hjálpa sér sjálf sem gerir þau að sterkum og þrautseigjum einstaklingum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs undir stjórn deildastjóra
  • Tekur þátt í starfi skólans og verkefnum eftir því sem skipulag og áherslur skólans segja til um
Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf kennara - Kennaramenntun

Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða reynslu

Reynsla og hæfni í starfi með börnum

Ánægja af því að starfa með börnum

Jákvæðni, lipurð og góð færni í samskiptum

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Hreint sakavottorð.

       

Auglýsing stofnuð24. júní 2024
Umsóknarfrestur5. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Skarðsbraut 6, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar