Kópasteinn
Kópasteinn
Kópavogskirkjan er á hæðinni fyrir ofan okkur, Listasafn Gerðar Helgadóttur blasir við og Salurinn. Þá er Borgarholtið hér allt í kring, með nýju safnaðarheimili Kópavogskirkju á horni Hábrautar. Börnin þurfa því ekki að fara langt til að upplifa fagurt útsýni, fallegar byggingar og menningu. Vettvangsferðir eru tíðar í nærliggjandi stofnanir og nánasta umhverfi.
Kópasteinn

Leikskólakennarar óskast í spennandi störf

Ert þú ábyrgur, jákvæður og sjálfstæður leikskólakennari sem hefur gaman af nýjum áskorunum? Þá gætum við verið að leita að þér!

Leikskólinn Kópasteinn er nú 3ja deilda skóli með 68 börn á aldrinum 1 - 5 ára en framundan er stækkun um tvær deildir og 30 börn. Við leitum því að leikskólakennurum sem eru til í að taka þátt í þessari spennandi uppbyggingu með okkur.

Áherslur í starfinu er á frjálsan leik í allri sinni fjölbreyttni, lífsleikni, tónlist og málrækt. Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks.

Einkunnarorð skólans eru Gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.

Heimasíða leikskólans er kopasteinn.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Starfið felur í sér almenna kennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur11. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hábraut 3, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.