Krikaskóli
Krikaskóli

Leikskólakennarar og annað starfsfólk óskast í Krikaskóla

Leikskólakennari og/eða starfsmaður leikskóla óskast til starfa.

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Á hverju ári eru um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.

Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Menntun og reynsla á sviði yngri barna er æskileg en ef ekki fæst uppeldismenntaður aðili munu aðrar umsóknir skoðaðar.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára og eldri
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð21. nóvember 2023
Umsóknarfrestur17. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sunnukriki 1, 270 Mosfellsbær
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar