Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð

Leikskólakennarar / leiðbeinendur – Vinabær og Araklettur

Leikskólakennarar eða leiðbeinendur óskast til starfa við Vinabæ á Tálknafirði og Araklett á Patreksfirði.

Um er að ræða 100% störf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi, menntun og faglegri umönnun barnanna.
  • Vera leiðandi í að efla nám barnanna með þáttöku í leik.
  • Skráning og ígrundun m.a. á tengslum og leik barna.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs, gerð skólanámsskrár, mati á starfsemi leikskólans, innleiðingu á Heillasporum og fleiri verkefnum.
  • Teymisvinna, foreldrasamstarf og fleiri verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og aðalnámsskrá leikskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
  • Leikskólakennaramenntun og/eða leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum.
  • Sjálfstæð og skipulög vinnubrögð.
  • Góðir samvinnu- og samskiptahæfileikar.
  • Góð íslenskukunnátta áskilin.
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur21. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar