Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi
Leikskólinn Álfheimar var opnaður 13. desember 1988 og er 6 deilda. Leikskólinn stendur á horni Sólvalla og Reynivalla á svokölluðu Eikatúni á Selfossi. Einkunnarorð leikskólans: Virðing - Hlýja - Traust
Leikskólinn Álfheimar, Selfossi

Leikskólakennarar

Leikskólinn Álfheimar auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með 10. ágúst 2023.

Leitað er að leikskólakennurum sem hafa áhuga á að starfa í leikskóla þar sem fram fer faglegt leikskólastarf með áherslu á leik, samvinnu, traust og gleði. Í leikskólanum Álfheimum er virkt lærdómssamfélag. Leikskólinn er heilsueflandi skóli á grænni grein ásamt því að mikil áhersla er lögð á útinám.

Leikskólakennari starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Sveitarfélagsins Árborgar, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.

Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi barna og kennara. Áherslur Álfheima eru á leik barna, útinám, félagslega færni, jákvæð og uppbyggjandi samskipti og námsumhverfi ásamt umhyggju fyrir náttúrunni. Leiðarljós leikskólans eru Virðing - Hlýja - Traust.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna.
Að fylgist vel með velferð leikskólabarna og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Að taka þátt í teymisvinnu, foreldrasamstarfi og sinnir faglegum verkefnum sem deildarstjóri felur honum.
Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
Að taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun.
Að sinna þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun leikskólabarna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf leikskólakennara.
Reynsla í leikskólastarfi æskileg.
Færni í mannlegum samskiptum.
Reynsla, hæfni og áhugi í starfi með börnum.
Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Góð íslenskukunnátta æskileg.
Fríðindi í starfi
Stytting vinnuvikunnar
Afsláttakort Árborgar
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sólvellir 6, 800 Selfoss
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.