Leikskólakennara eða leiðbeinanda
Leikskólakennara/leiðbeinanda vantar í leikskólann Laugasól í 100% starf. Laugasól er sex deilda leikskóli, staðsettur í Laugadalnum.
Megináherslur í menntun og uppeldisstarfi leikskólans er frjáls leikur, skapandi starf og umhverfismennt. Leikskólinn er réttindarskóli Unicef.
Við notum að mestu opinn efnivið sem er þroskandi og fjölbreytilegur. Unnið er með verðlaust efni og einnig er notað ýmislegt sem finnst í náttúrunni.
Í skapandi skólastarfi fá börnin tækifæri til að kanna og vinna með fjölbreytt leikefni og aðferðir. Áherslan er á sköpunarferlið sjálft og námið sem á sér stað þegar hugmyndir, tilfinningar og ímyndunaraflið fær að njóta sín. Hvatt er til skapandi hugsunar og sjálfstæðra vinnubragða.
Í umhverfismennt er lögð áhersla á að börnin verði læs á umhverfi og náttúru og kynnist fjölbreytileikanum í samfélagi og menningu.
Laugasól er lærdómssamfélag þar sem metnaður, áhugi og samtal eiga sér stað og hver lærir af öðrum til að bæta árangur í starfi.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt áherslum leikskólans undir stjórn deildarstjóra.
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði, gleði og sköpun í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
· Sundkort
· Menningarkort
· Samgöngusamningur
· 36 stunda vinnuvika
· Heilsustyrkur
· Afsláttur af dvalargjaldi barna í leikskóla
· Forgangur barna í leikskóla