Leikglaður leiðbeinandi óskast í Furugrund
Leikskólinn Furugrund leitar að leikglöðum leiðbeinanda.
Leikskólinn er staðsettur á frábærum stað í Fossvogsdalnum í Kópavogi. Leikskólinn er sex deilda og staðsettur í tveimur húsum.
Við leitum að leiðbeinendum, 18 ára og eldri, til að starfa hjá okkur í sumar, frá maí og fram í ágúst. Leikskólinn verður þó lokaður í fjórar vikur frá 9. júlí til 7. ágúst.
Í leikskólanum er mikill mannauður, starfsmannaveltan er mjög lág og hér starfar hátt hlutfall fagmenntaðra.
Starfsfólk leikskólans starfar eftir stefnu jákvæðs aga og notum við lausnahringinn í starfi með börnunum.
Einkunnarorð skólans eru virðing, hlýja, öryggi og traust og er það rauði þráðurinn í öllu okkar starfi.
Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðunni: http://furugrund.kopavogur.is
- Vinnur að uppeldi og kennslu leikskólabarna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Samskipti við foreldra og forráðamenn barna.
- Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára eða eldri.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta.