Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mos­fells­bær er rúm­lega 13.000 manna, ört vax­andi, fram­sæk­ið og nú­tíma­legt bæj­ar­fé­lag í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mos­fells­bær er sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Leiðtogi umhverfis og framkvæmda

​​​​​​Mosfellsbær leitar að stjórnanda til að koma að mótun og framfylgd stefnumörkunar í umhverfis- og framkvæmdamálum. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á umhverfis- og framkvæmdaáætlunum sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ábyrgð á vinnu við stefnumörkun, samþykktir, gjaldskrár og stefnu málaflokksins og framfylgd stefnumörkunar
 • Ábyrgð á kynningu, aðgerðaáætlun og framkvæmd á verkefnum
 • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem undir heyra
 • Ábyrgð á gerð umhverfis- og framkvæmdaáætlana sveitarfélagsins
 • Ábyrgð á mótun starfsáætlunar fyrir umhverfi og framkvæmdir
 • Ábyrgð á samræmingu og útfærslu á umhverfisverkefnum sveitarfélagsins
 • Ábyrgð á mannauðstengdum verkefnum sem fylgja starfinu, svo sem reglulegum starfsmannafundum, starfsþróun og mælingum á starfsánægju


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði auðlinda- og umhverfisfræða, náttúrufræða-, raungreina- eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á stjórnsýslu
 • Reynsla og þekking á útboðs- og innkaupamálum er kostur
 • Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
 • Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góðir skipulagshæfileikar, öguð vinnubrögð og samviskusemi
 • Gott vald á upplýsingatækni og framsetningu gagna
 • Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku


Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi mannauðsstjóri (katrin@mos.is).
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.

Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur16. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.