Leiðtogi nýsköpunar
Orka náttúrunnar er aflvaki sjálfbærrar framtíðar með grænni orku frá náttúru til viðskiptavina.
Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna auk þess að framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Við leitum að leiðtoga nýsköpunar til þess að leiða fjölbreytt nýsköpunarverkefni þvert á fyrirtækið.
Um er að ræða nýtt hlutverk innan raða Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar Orku náttúrunnar.
Nýr leiðtogi nýsköpunar mun leiða uppbyggingu Nýsköpunarkjarna í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar, grænum iðngarði í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar þar sem áhersla er lögð á hringrásarhugsun og nýsköpun.
Í því hlutverki felst heildarumsjón með uppbyggingu og umhverfi Nýsköpunarkjarna í samstarfi við verkefnastjóra og deildarstjóra Jarðhitagarðs, daglegur rekstur og stuðningshlutverk við viðskiptavini kjarnans, myndun nýrra viðskiptasambanda og öflun rannsóknarverkefna.
Viðkomandi mun jafnframt gegna lykilhlutverki við að byggja upp sterkt samfélag innan Nýsköpunarkjarnans og sinna viðburðahaldi ásamt markaðs- og kynningastarfi á innlendri og erlendri grundu.
Leiðtogi nýsköpunar mun að auki gegna mikilvægu hlutverki í innra starfi Orku náttúrunnar sem hreyfiafl nýsköpunar þvert á fyrirtækið og í samstarfi við Orkuveituna. Hlutverkinu er ætlað að tryggja yfirsýn og samræmingu verkefna innan Orku náttúrunnar og í samstarfsverkefnum með Orkuveitunni, þ.á.m. í tengslum við styrkumsóknir.
Hlutverkinu er ekki síst ætlað að stuðla að enn sterkari nýsköpunarmenningu innan Orku náttúrunnar með því að tryggja upplýsingagjöf tengda nýsköpunarverkefnum, hvatningu til nýsköpunarhugsunar og að skapa farveg fyrir nýjar hugmyndir til þess að dafna.
Þeir eiginleikar sem við leitum eftir eru metnaður og frumkvæði í bland við framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileika.
Við metum reynslu af leiðtogahlutverki í nýsköpunarverkefnum mikils.
- Reynsla af leiðtogahlutverki umfangsmikilla verkefna, allt frá undirbúningi að eftirfylgni með framkvæmd
- Reynsla af nýsköpunarstarfsemi og styrkumhverfi nýsköpunarverkefna er kostur
- Leiðtogafærni auk ríkra samskipta- og samstarfshæfileika með áherslu á fagleg vinnubrögð og heiðarleika
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulagshæfni og útsjónarsemi
- Tækniþekking er kostur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Mikilvægasti eiginleikinn er þó brennandi áhugi á orku-, sjálfbærni- og umhverfismálum í víðusamhengi.
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.