Iðan fræðslusetur og Rafmennt
Iðan fræðslusetur og Rafmennt

Leiðtogi nýja Öryggisskóla iðnaðarins

Við leitum hér að leiðtoga til að vinna að stofnun Öryggisskólans og til að reka skólann eftir stofnun hans.

Iðan fræðslusetur og Rafmennt eru að undirbúa stofnun Öryggisskóla iðnaðarins. Meginmarkmið skólans er að draga úr slysum í iðnaði með því að fræða og upplýsa eigendur og starfsfólk fyrirtækja í iðnaði um mikilvægi öryggisþátta, veita þjálfun og stuðla að aukinni öryggismenningu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiðtogi Öryggisskólans mun ber ábyrgð á uppbyggingu skólans og stýra starfi hans. Leiðtoginn mun vinna náið með fagráði Öryggisskólans en fagráðið er leiðbeinandi um náms- og fræðsluframboð. Fagráð verður skipað aðilum frá Iðunni, Rafmennt og Vinnueftirlitinu.

Hlutverk leiðtogans felur í sér gott samstarf og samvinnu við hagaðila, að greina þarfir fyrirtækja og stofnana og þróa fræðslu sem stuðlar að bættu öryggi og öryggismenningu á vinnustöðum. Leiðtoginn hefur forystu um að bjóða vönduð námskeið og fræðsluefni, kynna Öryggisskólann og halda utanum tæknimál og miðla á vegum skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu
  • Leiðtogahæfni og árangursmiðuð sýn
  • Þekking á öryggismálum og öryggismenningu
  • Skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð hæfni í rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku
  • Þekking á tækni og samfélagsmiðlum kostur
  • Iðnnám og þekking á iðngreinum kostur, sér í lagi bygginga- og mannvirkjagreinum
 
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Stórhöfði 27, 110 Reykjavík
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar