Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mos­fells­bær er rúm­lega 13.000 manna, ört vax­andi, fram­sæk­ið og nú­tíma­legt bæj­ar­fé­lag í út­jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Mos­fells­bær er sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins.

Leiðtogi Mosfellsveitna

Mosfellsbær leitum að stjórnanda til að bera ábyrgð á daglegum rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins og skipuleggja vinnu starfsfólks og verktaka. Auk þess ber viðkomandi ábyrgð á skipulagningu nýframkvæmda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins
  • Ábyrgð á mannauðsmálum Mosfellsveitna í samvinnu við sviðsstjóra umhverfissviðs
  • Ábyrgð á þjónustu Mosfellsveitna til íbúa
  • Eftirlit og innri og ytri úttektir á veitum
  • Teiknivinna í tengslum við veitukerfin
  • Eftirlit með vatns- og fráveitu ásamt fjargæslu
  • Umsjón og skipulag á nýframkvæmdum
  • Umsjón með gatnalýsingu Mosfellsbæjar og samskipti vegna heimlagna og framkvæmda


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi s.s. verk- eða tæknifræði eða annað sambærilegt nám
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
  • Víðtæk reynsla af rekstri dreifikerfa veitna
  • Þekking á útboðs- og innkaupamálum er kostur
  • Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
  • Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góðir skipulagshæfileikar, öguð vinnubrögð og samviskusemi
  • Gott vald á upplýsingatækni, framsetningu gagna ásamt þekkingu á notkun teikniforrita
  • Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku


Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.


Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi mannauðsstjóri (katrin@mos.is).
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.

Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur16. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.