
Leiðtogi Mosfellsveitna
Mosfellsbær leitum að stjórnanda til að bera ábyrgð á daglegum rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins og skipuleggja vinnu starfsfólks og verktaka. Auk þess ber viðkomandi ábyrgð á skipulagningu nýframkvæmda.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri hita-, vatns- og fráveitu sveitarfélagsins
- Ábyrgð á mannauðsmálum Mosfellsveitna í samvinnu við sviðsstjóra umhverfissviðs
- Ábyrgð á þjónustu Mosfellsveitna til íbúa
- Eftirlit og innri og ytri úttektir á veitum
- Teiknivinna í tengslum við veitukerfin
- Eftirlit með vatns- og fráveitu ásamt fjargæslu
- Umsjón og skipulag á nýframkvæmdum
- Umsjón með gatnalýsingu Mosfellsbæjar og samskipti vegna heimlagna og framkvæmda
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólanám sem nýtist í starfi s.s. verk- eða tæknifræði eða annað sambærilegt nám
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
- Víðtæk reynsla af rekstri dreifikerfa veitna
- Þekking á útboðs- og innkaupamálum er kostur
- Yfirburða samskiptahæfni og þjónustumiðuð hugsun
- Mikið frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir skipulagshæfileikar, öguð vinnubrögð og samviskusemi
- Gott vald á upplýsingatækni, framsetningu gagna ásamt þekkingu á notkun teikniforrita
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2023.
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Um er að ræða framtíðarstarf í 100% starfshlutfalli.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir starfandi mannauðsstjóri (katrin@mos.is).
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.

















