

Leiðtogi í vörustjórnun
Við leitum að drífandi aðila til að leiða vörustjórateymi á rekstrarlausnasviði Advania. Ef þú hefur jákvætt viðhorf, farsæla reynslu af því að leiða teymi vörustjóra ásamt brennandi áhuga á tækni, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Í þessu hlutverki er lögð áhersla á að keyra áfram umbætur á sviði vörustjórnunar og vöruþróunar ásamt því að tryggja að unnið sé samkvæmt skilgreindum aðferðafræðum við vöruþróunina. Á rekstrarlausnarsviði Advania eru fjögur vörusöfn (e. product portfolios) og hefur hvert vörusafn einn tiltekin vörustjóra.
Leiðtogi í vörustjórnun mun ekki einungis leiða teymi vörustjóra heldur mun hann einnig taka að sér hlutverk vörustjóra fyrir eitt tiltekið vörusafn (e. product portfolio). Hér er því um fjölbreytt og krefjandi starf að ræða í spennandi vinnuumhverfi.
Meðal verkefna:
- Tryggja góðan skilning á þörfum viðskiptavina til að skilja þarfir þeirra og áskoranir
- Vera í virku samstarfi við vöruþróunarteymi rekstrarlausna Advania til að skilja hvernig mögulegt er að nýta tæknina til að mæta þörfum markaðarins
- Stuðningur við vörustjóra og viðhalda góðum starfsanda
- Leiða stefnumótun og framtíðarsýn hópsins og vinna að umbótaplani
- Samvinna með markaðsdeild í að koma eiginleikum vara á framfæri til markhóps
Þekking og reynsla
Lágmarkskröfur:
- Jákvætt viðhorf og drifkraftur
- Að lágmarki þriggja ára farsæl reynsla í stjórnun teyma
- Að lágmarki þriggja ára farsæl reynsla í vörustjórnun
- Góð samskiptahæfni og hæfni til að kynna vörur og/eða hugmyndir að vörum
- Geta til að greina töluleg gögn og að nýta þau í vöruþróun
- Framúrskarandi hæfni í gerð vegvísa fyrir vörur og vörusöfn
- Hæfni til að búa til stuðningsefni fyrir söludeild
- Reynsla í að rannsaka kosti og galla samkeppnis- og staðkvæmdarvara, ásamt því að hafa hæfni til að fylgjast með laga- og tækniumhverfi sem getur haft áhrif á vörusöfn sviðsins
Það telst kostur ef viðkomandi hefur:
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tengdum sviðum.
- Reynslu sem vörustjóri fyrir eitt eða fleiri af eftirtöldum lausna mengjum: Rekstur tækniinnviða (e. Infrastructure management), Hýsingarlausnir, Afritunarlausnir, Azure skýjalausnir, Notenda- og útstöðvaþjónustu, Öryggislausnir, og Netkerfislausnir.
- Vörustjórnunargráður s.s. Certified Product Manager, Certified Product Owner.
- Reynslu í að stýra samstarfi við birgja og samstarfsaðila
Ef þú ert ástríðufullur sérfræðingur með mikla löngun til að sameina sérfræðiþekkingu í vörustjórnun og skilning á tækni til að búa til vörur sem mæta þörfum markaðarins þá hvetjum við þig til að sækja um.
Í boði er:
- Frábært starfsumhverfi þar sem skoðanir allra skipta máli og tækifæri er til þess að hafa mikil áhrif á starfsemi hópsins
- Samkeppnishæf laun
- Stuðningur og tækifæri til starfsþróunar
- Samvinna með innlendum og erlendum sérfræðingum Advania
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum
- Sveigjanlegur vinnutími.
- Jafnlaunavottun.
- Samheldinn og góður hópur samstarfsfólks











