Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og tvö stoðsvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni.. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.
Leiðtogi í þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða flokkstjóra í þjónustumiðstöð. Um er að ræða fjölbreytt starf við stýringu á vinnuhópum í almennri þjónustu. Stýrir flokkstjórinn meðal annars vinnu við viðhald gatna og stíga ásamt hreinsun og fegrun bæjarins. Tekur hópurinn að sér margvísleg störf bæði yfir vetrar- og sumartímann.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra vinnu starfshóps.
- Halda utan um vinnuskýrslur vinnuflokksins.
- Sér um bifreið, tæki og verkfæri í umsjón hópsins.
- Umhirða Kópavogsbæjar
- Sér til þess að vinnuhópur fari að öllum öryggisatriðum og gæti þess í hvívetna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf er skilyrði
- Vinnuvélaréttindi æskileg
- Samviskusemi og jákvæðni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Umsækjendur skulu vera 25 ára eða eldri
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Jobs in cleaning / Störf við ræstingar
Dictum Ræsting
Starfsmaður í dráttarvéladeild
Umhverfis- og skipulagssvið
Leikskólinn Ævintýraborg Nauthólsveg - mötuneyti
Skólamatur
Viltu vinna sem jafningi í geðþjónustu Landspítala?
Landspítali
Blikksmiður/Iðnaðarmaður
Blikkás ehf
Starfsmaður í vöruhúsi - BYKO Miðhrauni
Byko
Stöðvarstjóri - Akureyri
Terra hf.
Starfsmaður í fjölbreytt verkefni hjá Ice Explorers
Ice Explorers
Flokkstjóri ræstinga óskast til starfa hjá iClean
iClean ehf.
Uppsetning og þjónusta
Glófaxi ehf.
Framtíðarstarf í umönnun - Ísafold
Hrafnista
Múrari / We are hiring a mason and a steel fixer
Einingaverksmiðjan