Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Leiðtogi í þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar óskar eftir að ráða flokkstjóra í þjónustumiðstöð. Um er að ræða fjölbreytt starf við stýringu á vinnuhópum í almennri þjónustu. Stýrir flokkstjórinn meðal annars vinnu við viðhald gatna og stíga ásamt hreinsun og fegrun bæjarins. Tekur hópurinn að sér margvísleg störf bæði yfir vetrar- og sumartímann.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra vinnu starfshóps.
  • Halda utan um vinnuskýrslur vinnuflokksins.
  • Sér um bifreið, tæki og verkfæri í umsjón hópsins. 
  • Umhirða Kópavogsbæjar
  • Sér til þess að vinnuhópur fari að öllum öryggisatriðum og gæti þess í hvívetna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf er skilyrði
  • Vinnuvélaréttindi æskileg
  • Samviskusemi og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjendur skulu vera 25 ára eða eldri
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar