UN Women á Íslandi
UN Women á Íslandi
UN Women á Íslandi

Leiðtogi fyrirtækjafjáröflunar- & samstarfs

Ert þú árangursdrifinn og samfélagslega þenkjandi leiðtogi sem er tilbúinn að leiða fyrirtækjafjáröflun- og samstarf UN Women á Íslandi? Hefur þú þekkingu og innsýn í þarfir atvinnulífsins í tengslum við jafnréttismál?

Viltu taka þátt í að gera heiminn að betri stað fyrir okkur öll?

UN Women á Íslandi óskar eftir að ráða öflugan liðsstyrk til að leiða fyrirtækjafjáröflun og samstarf við einkageirann og hið opinbera. Við leitum að kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starfið. Um er að ræða mjög spennandi tækifæri og fjölbreytt starf þar sem réttur aðili getur haft raunveruleg áhrif á jafnréttismál bæði hér á landi sem og á heimsvísu.

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í síma 552-6200 eða í gegnum tölvupóst unwomen@unwomen.is

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Ábyrgð á fyrirtækjasamstarfi og fjáröflun til reksturs og í herferðir.

·       Utanumhald um allt fyrirtækjasamstarf UN Women á Íslandi.

·       Rækta og viðhalda samstarfi við samstarfsaðila.

·       Markaðssetning fyrirtækjasamstarfs.

·       Útbúa sannfærandi og spennandi tillögur og kynningar til að tryggja fjármögnun frá einkageiranum og hinu opinbera.

·       Nýsköpun og tækifæri í samstarfi við fyrirtæki.

·       Greining á gögnum um árangur, áskoranir og tækifæri.

·       Skýrslugerð til stjórnar, höfuðstöðva og samstarfsaðila.

·       Tengiliður við fyrirtæki.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Viðskiptatengsl, þekking og áhugi á íslensku atvinnulífi
  • Reynsla og þekking á sölu- og markaðsmálum er mikilvæg
  • Þekking á sjálfbærnimálum, samfélagslegri ábyrgð og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna
  • Brennandi áhugi og þekking á jafnréttismálum
  • Mjög góð kunnátta í verkefnastjórnun
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Mjög góð framkoma og tjáningarhæfni
  • Reynsla í gerð umsókna
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi
  • Frumkvæði og hugmyndaauðgi
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sigtún 42, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar