
Vinnuskóli Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur starfar sumar og vetur og er starfræktur á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Vinnuskólinn er skóli á grænni grein með Grænfána og vinnur eftir Umhverfisstefnu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Það er stefna skólans að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í starfi og fræðslu á vettvangi. Sem Grænfánaskóli hefur skólinn Umhverfissáttmála sem starfað er eftir og umhverfisráð skólans tók þátt í að móta. Starfsemi Vinnuskólans á að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun starfsfólks og nemenda og miðla fræðslu um umhverfismál, verkkunnáttu og þekkingu á garðyrkjustörfum á greinilegan hátt.
Vinnuskólinn tekur þátt í að bæta starfsumhverfi Umhverfis- og samgöngusviðs þannig að það verði heilnæmara og öruggara.
Starfsfólk Vinnuskólans kynnir Grænfánaáherslur og umhverfissáttmála sumarstarfsmönnum, nemendum og foreldrum.
Verkefnalistar vinnuskólahópa skulu vera í stöðugri endurskoðun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Starfsmenn Vinnuskólans skulu vera vakandi yfir líðan nemenda og veita þeim öruggt skjól í sumar- og vetrarstarfi skólans.

Leiðbeinandi í Vinnuskóla Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa. Á sumrin er Vinnuskóli Reykjavíkur ein stærsta starfsstöðin í borginni. Starf í skólanum gefur einstaka möguleika á því að njóta útiveru og að eiga þátt í að prýða borgarlandið í samstarfi við ungt fólk.
Æskilegt er að leiðbeinandi hafi náð 21 árs aldri.
Umsóknir fara í gegnum vef Reykjavíkurborgar.
Umsóknarfrestur er til 17. mars.
Nánari upplýsingar um starf leiðbeinanda og önnur störf í Vinnuskóla Reykjavíkur veitir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri.
Netfang: magnus.arnar.sveinbjornsson@reykjavik.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stýra starfi vinnuskólahóps.
Vinna með nemendum og leiðbeina þeim varðandi vinnubrögð og verklag.
Skapa liðsheild í hópnum og vinna með uppbyggileg samskipti.
Halda utan um tímaskráningar og veita nemendum umsögn í loks sumars.
Menntunar- og hæfniskröfur
Framhaldsskólamenntun.
Áhugi á að starfa með ungu fólki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni.
Samskiptafærni og hæfni til að vera nemendum góð fyrirmynd.
Þekking á starfi Vinnuskólans, garðyrkju eða reynsla af starfi með börnum eða unglingum er kostur.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing stofnuð23. mars 2023
Umsóknarfrestur4. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Hæfni
Hreint sakavottorðMannleg samskiptiReyklausTóbakslausVeiplaus
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Snælandsskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa
Snælandsskóli Kópavogur 16. júní Hlutastarf

Deildarstjóri í leikskólann Marbakka
Marbakki Kópavogur 11. júní Fullt starf

Leikskóla- og frístundaliði - Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 6. júní Fullt starf

Kennarar – Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 6. júní Fullt starf

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Laugasól
Leikskólinn Laugasól Reykjavík Fullt starf

Leiðtogi viðhaldsteymis í skautsmiðju
Alcoa Fjarðaál Reyðarfjörður 20. júní Fullt starf

Spennandi starf á Vopnafirði!
Vopnafjarðarhreppur Vopnafjörður 26. júní Fullt starf

Vélskömmtun lyfja
Lyfjaver Reykjavík Fullt starf

Leikskólakennari óskast í leikskólann Gullborg
Leikskólinn Gullborg Reykjavík 18. júní Fullt starf

Lágafellsskóli - umsjónarkennari
Lágafellsskóli Mosfellsbær 14. júní Fullt starf

Viltu slást í hópinn með okkur!
Leikskólinn Múlaborg Reykjavík 15. júní Fullt starf

Smíðakennari Smárskóla
Smáraskóli Kópavogur 11. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.