
Vinnuskóli Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur starfar sumar og vetur og er starfræktur á Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Vinnuskólinn er skóli á grænni grein með Grænfána og vinnur eftir Umhverfisstefnu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
Það er stefna skólans að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í starfi og fræðslu á vettvangi. Sem Grænfánaskóli hefur skólinn Umhverfissáttmála sem starfað er eftir og umhverfisráð skólans tók þátt í að móta. Starfsemi Vinnuskólans á að stuðla að vistvænni hugsun og hegðun starfsfólks og nemenda og miðla fræðslu um umhverfismál, verkkunnáttu og þekkingu á garðyrkjustörfum á greinilegan hátt.
Vinnuskólinn tekur þátt í að bæta starfsumhverfi Umhverfis- og samgöngusviðs þannig að það verði heilnæmara og öruggara.
Starfsfólk Vinnuskólans kynnir Grænfánaáherslur og umhverfissáttmála sumarstarfsmönnum, nemendum og foreldrum.
Verkefnalistar vinnuskólahópa skulu vera í stöðugri endurskoðun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Starfsmenn Vinnuskólans skulu vera vakandi yfir líðan nemenda og veita þeim öruggt skjól í sumar- og vetrarstarfi skólans.

Leiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur
Vilt þú sumarvinnu sem felst í að vinna með unglingum að bættri borg?
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leiðbeinendum til starfa í Vinnuskóla Reykjavíkur. Leiðbeinendur stjórna starfi vinnuskólahópa á afmörkuðum svæðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að stjórna starfi vinnuskólahóps og að vera fyrirmynd
- Leggja grunninn að jákvæðu vinnusiðferði nemenda og móta góða vinnumenningu
- Leiðbeina nemendum um vinnubrögð og verklag
- Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum
- Skil á tímaskráningum og umsögnum nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á að starfa með ungu fólki og vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Samskiptafærni og hæfni til að vera nemendum góð fyrirmynd
- Þekking á starfi Vinnuskólans eða önnur reynsla af starfi með börnum eða unglingum er kostur
- Reynsla af garðyrkju- og umhirðutengdum störfum er kostur
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 árs aldri
- Góð íslensku -og enskukunnátta, B2 skv. samevrópskum tungumálaramma
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur11. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
KennslaMannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari óskast
Helgafellsskóli

Leikskólakennari í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Tónlistarkennarar óskast
Fjarðabyggð

Viltu kenna bíliðngreinar við Borgarholtsskóla?
Borgarholtsskóli

Leikskólakennarar/leiðbeinendur óskast á Hlaðhamra
Leikskólinn Hlaðhamrar

Kennari ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri ungbarnaleikskóla
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri, Leikskólinn Kæribær, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Kærabæ, Fáskrúðsfirði
Fjarðabyggð