
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð leitar að sjálfstæðum, hressum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að starfa í sumarfjöri í Borgarbyggð sumarið 2025.
Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum með börnum er mikill kostur og góð hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg.Um er að ræða 100% starf. Ráðningartímabil er frá 6.júní – 20. ágúst.
Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samvinna og samráð við börn og annað samstarfsfólk
- Aðstoð við skipulagningu á sumarfjöri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði.
- Skipulögð og öguð vinnubrögð.
- Metnaður og dugnaður.
- Hreint sakavottorð
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni.
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur til starfsmanna
Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (7)

Leikskólakennari
Baugur

Aðstoðarforstöðumanneskja frístundarinnar Drekaheima
Smáraskóli

Housekeeping / nanny
Bear Valley

Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsfulltrúi og umsjónarmaður dægradvalar Víkurskóla
Víkurskóli

Flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær

Skemmtilegt sumarstarf í frístund
Lágafellsskóli