Sólheimar ses
Sólheimar ses
Sólheimar hafa starfað að mannrækt, umhverfis- og menningarmálum í 84 ár. Í byggðarhverfinu Sólheimum búa og starfa um 100 manns. Rekin er fjölþætt atvinnustarfsemi með garðyrkjustöð, skógræktarstöð, verslun, kaffihúsi, bakaríi, matvinnslu, jurtastofu og gistiheimili. Á staðnum eru fimm mismunandi listasmiðjur, leirgerð, listasmiðja, kertagerð, vefstofa og smíðastofa. Menningarstafssemi er fjölþætt og á Sólheimum er listhús, sýningarsalir, höggmyndagarður, trjásafn, kirkja, fræðasetrið Sesseljuhús og íþróttaleikhús.
Sólheimar ses

Leiðbeinandi á vinnustofu í garðyrkju á Sólheimum

Sólheimar í Grímsnesi óska eftir að ráða leiðbeinanda á vinnustofu í Garðyrkjustöðinni Sunnu.

Leitað er eftir jákvæðum og hugulsömum einstaklingi með ríka þjónustulund, áhuga á málefnum fatlaðs fólks og lífrænni ræktun.

Leiðbeinandi á vinnustofum í Garðyrkjustöðinni Sunnu aðstoðar fatlað fólk við vinnu og athafnir daglegs lífs.

Staðan er laus nú þegar. Viðkomandi aðili þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar um starfið veita forstöðumaður á vinnustofum, Karen Ósk Sigurðardóttir, karen@solheimar.is og garðykjustjóri Garðyrkjustöðvarinnar Sunnu, Ína Kjartansdóttir ina@solheimar.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Veita einstaklingsmiðaða aðstoð við fatlað fólk í vinnu, kaffipásum, samskiptum og athöfnum daglegs lífs út frá persónumiðuðum þörfum hvers og eins.

Taka virkan þátt í að skapa gott, vinsamlegt og valdeflandi starfsumhverfi.

Taka þátt í að hvetja til virkni, þjálfunar og þátttöku.

Aðstoða við að sinna undirbúningi og frágangi á verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Starfsmaður skal vera reyklaus og reglusamur
  • Starfsmaður skal hafa hreint sakavottorð
  • Reynsla af umönnunarstörfum æskileg
  • Reynsla af garðyrkjustörfum ekki nauðsynleg en til bóta

Sólheimar er sjálfbært samfélag þar sem um 110 einstaklingar búa og starfa saman. Þar er m.a. rekin, verslun, kaffihús, íþróttahús og sundlaug. Á vinnustofum fer fram fjölbreytt starfsemi fyrir fatlað fólk í garðyrkju, leirgerð, vefstofu, smíðastofu, listasmiðju og í kertagerð.

Auglýsing stofnuð19. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Sólheimar
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.