Joroma Hugbúnaðarhús
Joroma Hugbúnaðarhús
Joroma Hugbúnaðarhús

Senior framenda forritari

Við hjá Joroma erum að leita að sjálfstæðum, skipulögðum, jákvæðum og metnaðarfullum lead front-end forritara.

Sem lead front-end forritari þarft þú að geta farið í greiningar, mótað stefnur og valið tæknistakka sem henta hverju sinni fyrir viðskiptavini Joroma. Farið í greiningu á eldri kóða til að finna tækifæri til úrbóta. Ásamt því að útfæra lausnir í nútíma tækniumhverfi þar sem þú tekur að þér það hlutverk að leiða hóp forritara í framendaþróun.

Um er að ræða fullt starf þar sem sinna þarf fjölbreyttum, krefjandi en spennandi verkefnum í hugbúnaðar/vef-þróun og er mikið svigrúm til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Joroma er ört vaxandi húgbúnaðarhús sem býður upp á sérforritaðar lausnir, hugbúnað og ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina á Íslandi sem og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmönnum líði vel bæði í og utan vinnu, boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma ásamt möguleika á að vinna heima að hluta til.

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Haldbær reynsla í framendaforritun
Þekking á helstu forritunarmálum í nútíma tæknistakki (front-end)
Frumkvæði og góð samskiptahæfni
Fagleg vinnubrögð
Fríðindi í starfi
Frábærir samstarfsfélagar !!
Samgöngustyrkur
Góður aðbúnaður
Sveigjanlegur vinnutími
Auglýsing birt8. desember 2022
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Stórhöfði 21, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar