Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Laust embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu

Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga til þess að móta og efla starf ráðuneytisins. Í ráðuneytinu eru sjö skrifstofur sem ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins sbr. forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 5/2025. Stofnanir á málefnasviði ráðuneytisins eru 47 talsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir stjórn dómsmálaráðherra, sbr. 18. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Starfssvið og skyldur ráðuneytisstjóra eru meðal annars:

  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi ráðuneytisins.
  • Veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun.
  • Stuðla að framgangi, úrvinnslu og árangri löggjafar á málefnasviðum ráðuneytisins.  
  • Samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar málefni skarast.  
  • Tryggja gæði þjónustu og að úrvinnsla, þróun og frágangur mála sé faglegur.
  • Leiða stjórnendateymi ráðuneytisins og hámarka árangur þess.
Menntunar- og hæfniskröfur

Ráðuneytisstjóri þarf að vera öflugur og framsýnn leiðtogi sem býr yfir góðri samskiptahæfni, vilja til þess að ná árangri og getu til þess að byggja upp sterka liðsheild.  

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, embættis- eða meistarapróf er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði.
  • Leiðtogahæfileikar og hæfni til að vinna undir álagi er skilyrði.
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og metnaður til þess að ná árangri í starfi er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er kostur.
  • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu og málefnasviðum ráðuneytisins er kostur.
  • Mjög góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar