
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og fer með yfirstjórn ráðuneytisins ásamt því að bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsfólks eru gerðar í umboði ráðherra.
Hjá ráðuneytinu starfa um 70 manns og eru flestir með lögfræðimenntun. Undir starfsemi ráðuneytisins heyra um 30 stofnanir sem ná til þriggja málefnasviða samkvæmt lögum um opinber fjármál og snerta fjölmörg svið þjóðfélagsins. Meðal þeirra stofnana sem heyra undir ráðuneytið eru lögregluembætti, sýslumenn, Fangelsismálastofnun, Persónuvernd, Þjóðkirkjan og fleiri.
Skipurit ráðuneytisins skiptist niður á sex skrifstofur sem eru skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu, skrifstofa almanna- og réttaröryggis, skrifstofu réttinda einstaklinga, skrifstofa jafnréttis og mannréttinda, skrifstofa löggjafarmála og skrifstofu fjármála og rekstrar sem starfar þvert á allar einingar.

Laust embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga til þess að móta og efla starf ráðuneytisins. Í ráðuneytinu eru sjö skrifstofur sem ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins sbr. forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 5/2025. Stofnanir á málefnasviði ráðuneytisins eru 47 talsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir stjórn dómsmálaráðherra, sbr. 18. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Starfssvið og skyldur ráðuneytisstjóra eru meðal annars:
- Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi ráðuneytisins.
- Veita ráðherra upplýsingar og ráðgjöf þannig að ráðherra geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og stefnumótun.
- Stuðla að framgangi, úrvinnslu og árangri löggjafar á málefnasviðum ráðuneytisins.
- Samræma stefnu og aðgerðir ráðuneytisins við vinnu annarra ráðuneyta þegar málefni skarast.
- Tryggja gæði þjónustu og að úrvinnsla, þróun og frágangur mála sé faglegur.
- Leiða stjórnendateymi ráðuneytisins og hámarka árangur þess.
Menntunar- og hæfniskröfur
Ráðuneytisstjóri þarf að vera öflugur og framsýnn leiðtogi sem býr yfir góðri samskiptahæfni, vilja til þess að ná árangri og getu til þess að byggja upp sterka liðsheild.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, embættis- eða meistarapróf er skilyrði.
- Þekking og reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði.
- Leiðtogahæfileikar og hæfni til að vinna undir álagi er skilyrði.
- Góð samskiptahæfni, jákvæðni og metnaður til þess að ná árangri í starfi er skilyrði.
- Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er kostur.
- Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu og málefnasviðum ráðuneytisins er kostur.
- Mjög góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

BYGGÐAÞRÓUNARFULLTRÚI
Rangárþing eystra/Rangárþing ytra

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Deildarstjóri innkaupa og samningsstjórnunar
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í gerð stjórnunar- og verndaráætlana
Náttúruverndarstofnun

Teymisstjóri stefnumótunar og þróunar
Reykjavík - Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Verkefnisstjóri í Nemendaskrá
Háskóli Íslands