Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er þriggja deilda leikskóli. Leikskóladeildin starfar í anda hugsmíðahyggju þar sem leikurinn er þungamiðja starfsins. Í leikskóladeildinni eru börn á aldrinum 1-5 ára, þeim er skipt upp í þrjár deildir. Hópum deilda er svo skipt eftir aldri og verkefnum í smærri einingar. Uppeldi til ábyrgðar er í innleiðingu, útinám, sjálfbærni og sköpun. Seyðisfjarðarskóli er Heilsueflandi skóli og aðaláhersla vetrarins er á nærsamfélagið.
Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Lausar stöður leikskólakennara

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla auglýsir lausa til umsóknar stöður leikskólakennara.

Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og listaskóli staðsettur á þremur nálægum starfsstöðvum í miðbæ Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli með um 30 nemendur. Unnið er með uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar í öllum deildum Seyðisfjarðarskóla. Einkunnarorð skólans eru: Í hverju barni býr fjársjóður.

Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn). Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugi á að vinna með börnum
Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð8. júní 2023
Umsóknarfrestur23. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Garðarsvegur 1, 710 Seyðisfjörður
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.