Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Ás
Ás dvalar og hjúkrunarheimili

Ás í Hveragerði - Sumarstarf: Umönnun og býtibúr

Ás dvalar- og hjúkrunarheimili leitar að hressu og duglegu starfsfólki við umönnun aldraðra og í býtibúri.

Ás er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 200 manns. Áhersla er lögð á góðan starfsanda, sterka liðsheild og hvetjandi starfsumhverfi. Grundarheimilin fengu jafnlaunavottun árið 2020 og hvetjum við öll kyn til að sækja um.

Í boði er skemmtilegt og gefandi starf við umönnun aldraðra og starf í býtibúri heimilisins. Greitt er eftir kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli eru í boði þar sem unnar eru blandaðar vaktir í góðum hóp starfsmanna.

Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri
Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
Frumkvæði, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Reynsla í umönnun er mikill kostur
Fríðindi í starfi
Aðgangur að heilsustyrk
Stytting vinnuvikunnar
Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur8. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hverahlíð 20-22, 810 Hveragerði
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.