Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis. Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Borgarbyggð

Laus staða verkefnastjóra í félagsþjónustu hjá Borgarbyggð

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða verkefnastjóra í félagsþjónustu.

Verkefnastjóri starfar í félagsþjónustu á fjölskyldusviði Borgarbyggðar. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Verkefnastjóri ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf og veita ráðgjöf og meðferð til einstaklinga og fjölskyldna. Verkefnastjóri hefur aðkomu að stefnumótun innan málaflokksins og tekur þátt í þverfaglegri teymisvinnu með öðrum þjónustustofnunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjóri er hluti af sérfræðiteymi félagsþjónustu.
Ráðgjöf og vinnsla umsókna og mála, þ.m.t. félagsleg ráðgjöf og umsóknir um fjárhagsaðstoð.
Kemur að þjónustu við fatlaða og aldraða.
Mat og úttekt vegna umsókna um félagslega heimaþjónustu.
Þverfagleg teymisvinna með öðrum þjónustustofnunum vegna málefna einstaklinga og fjölskyldna.
Framfylgir reglum og stefnu sveitarfélagsins sem og gildandi lögum í þeim málum sem unnið er að.
Menntunar- og hæfniskröfur
Gerð er krafa um að starfsmaður hafi framhaldsháskólapróf á heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísindasviði.
Þekking og reynsla af vinnu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og meðferð fjölskyldumála æskileg.
Þekking á réttindum og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir æskileg.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu.
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
Verkefnastjóri á rétt á handleiðslu í allt að 10 skipti á ári.
Auglýsing stofnuð15. september 2023
Umsóknarfrestur29. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.