Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Laus staða sérfræðings í Tölvurannsóknardeild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og metnaðarfullum sérfræðingi í Tölvurannsóknardeild. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf. Hlutverk tölvurannsóknadeildar er að rannsaka ýmsan tækjabúnað og veita aðstoð og leiðbeina við rannsóknir mála.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun tölvutengdra rannsókna á brotavettvangi
  • Rannsóknir á haldlögðum tölvum, símum og öðrum miðlum sem geta geymt rafræn gögn
  • Tryggja fagleg gæði rannsókna og að málshraði sé í samræmi við markmið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. menntun í tölvurannsóknum (Digital forensics) eða sambærilegt
  • Aukin menntun sem nýtist í starfi t.d. meistaranám með tengingu við netbrota-, tölvu- og/eða lögreglurannsóknir 
  • Þekking og reynsla af rannsóknum á tölvum, símum, gagnageymslum og öðrum búnaði sem geyma gögn á rafrænu formi 
  • Góð hæfni til að vinna úr stafrænum gögnum og setja fram með skýrum hætti  
  • Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð vinnubrögð
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar