Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Laus staða sérfræðings í Tölvurannsóknardeild
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir drífandi og metnaðarfullum sérfræðingi í Tölvurannsóknardeild. Um er að ræða spennandi, krefjandi og fjölbreytt starf. Hlutverk tölvurannsóknadeildar er að rannsaka ýmsan tækjabúnað og veita aðstoð og leiðbeina við rannsóknir mála.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun tölvutengdra rannsókna á brotavettvangi
- Rannsóknir á haldlögðum tölvum, símum og öðrum miðlum sem geta geymt rafræn gögn
- Tryggja fagleg gæði rannsókna og að málshraði sé í samræmi við markmið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. menntun í tölvurannsóknum (Digital forensics) eða sambærilegt
- Aukin menntun sem nýtist í starfi t.d. meistaranám með tengingu við netbrota-, tölvu- og/eða lögreglurannsóknir
- Þekking og reynsla af rannsóknum á tölvum, símum, gagnageymslum og öðrum búnaði sem geyma gögn á rafrænu formi
- Góð hæfni til að vinna úr stafrænum gögnum og setja fram með skýrum hætti
- Mjög góð samskiptahæfni, þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki
- Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð vinnubrögð
Auglýsing birt31. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hverfisgata 113-115 115R, 105 Reykjavík
Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Við leitum að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi
Síminn Pay
Cardgames.io leitar að forritara
Rauðás Games ehf.
Data Quality Engineer
Arion banki
Vöru- og verkefnastjóri í heilbrigðistækni á þróunarsviði
Landspítali
Reyndur hugbúnaðarsérfræðingur
Hafrannsóknastofnun
Director of Software Delivery
Embla Medical | Össur
Sérfræðingur í Azure skýjalausnum
Reiknistofa bankanna
Leiðtogi í rekstri upplýsingatækni og þjónustu
Landsnet hf.
Bakendaforritari
Kvika banki hf.
Technical Support
Lagardère Travel Retail
AI Developer
Defend Iceland
Full Stack Software Developer
Defend Iceland