Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Launaráðgjafi á launaskrifstofu

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar eftir öflugum ráðgjafa í starf launaráðgjafa á launaskrifstofu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfi SAP og krefst vinnan skipulagshæfni og nákvæmni.

Launaskrifstofa sinnir launavinnslu borgarinnar og afgreiðslu launa, launatengdum gjöldum og skilum á staðgreiðslu launa. Þá veitir skrifstofan ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa, sinnir fræðslu- og gæðamálum vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna, hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga, auk fleiri verkefna er heyra undir skrifstofuna. Skrifstofan hefur aðsetur að Borgartúni 12-14.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna.
  • Eftirlit með rafrænni skráningu.
  • Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga.
  • Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Greiningarhæfni
  • Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Sundlaugar- og menningarkort
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • Heilsu- og samgöngustyrkur
Auglýsing stofnuð20. nóvember 2023
Umsóknarfrestur10. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar