Byko
Byko
Byko

Launa- og mannauðsfulltrúi

Við hjá BYKO erum að leita að öflugum launa- og mannauðsfulltrúa í mannauðsdeild BYKO.

Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Reynslu af launavinnslu
  • Færni til að greina gögn og framsetningu þeirra
  • Ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góða tölvukunnáttu
  • Hæfni við meðferð trúnaðarupplýsinga
  • Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Áhuga á verslun og þjónustu
  • Íslensku- og enskukunnáttu, skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með launavinnslu
  • Umsjón með launa- og tímaskráningarkerfum
  • Umsjón og eftirfylgni með viðverustefnu
  • Umsjón með jafnlaunakerfi og árlegum úttektum
  • Greiningar á launum og öðrum hlunnindum
  • Þátttaka og stuðningur við stjórnendur við gerð launaáætlana
  • Upplýsingagjöf vegna launa- og kjaratengdra mála
  • Aðstoð og ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda í mannauðsmálum
  • Stöðugar endurbætur á launaferlum og verkferlum
  • Þáttaka í öðrum mannauðstengdum verkefnum

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Allar nánari upplýsingar veitir Sveinborg Hafliðadóttir (sveinborg@byko.is), mannauðs- og stefnustjóri.

Auglýsing stofnuð17. nóvember 2023
Umsóknarfrestur27. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Skemmuvegur 2, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar