Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf
Hornsteinn ehf

Launa- og mannauðsfulltrúi

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn leitar að jákvæðum og metnaðarfullum launa- og mannauðsfulltrúa. Viðkomandi mun hafa það meginhlutverk að sinna launavinnslu, margvíslegum greiningum og upplýsingagjöf tengt launa-, kjara- og mannauðsmála. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í alþjóðlegu umhverfi með öflugum hóp fólks sem vinnur að því að gera mannvirkjagerð landsins vistvænni.

Launa- og mannauðsfulltrúi er hluti af mannauðssviði Hornsteins sem sinnir fjölbreyttum verkefnum til stjórnenda og starfsfólks félagsins og dótturfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Launavinnsla, frágangur launa og umsjón kerfa
 • Greiningar, skýrslugerð og ýmsir útreikningar
 • Skráningar, samningagerð og skjalavinnsla
 • Túlkun kjarasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra
 • Þjónusta við starfsfólk og stjórnendur
 • Þátttaka í ýmsum verkefnum á mannauðssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Menntun- og/eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af launavinnslu
 • Mjög góð tölvukunnátta og færni í Excel
 • Þekking á H3 og Bakverði er kostur
 • Nákvæm vinnubrögð og skipulagshæfni
 • Jákvæðni, frumkvæði og samskiptahæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð20. febrúar 2024
Umsóknarfrestur4. mars 2024
Starfstegund
Staðsetning
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
EnskaEnskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar