Fjársýslan
Fjársýslan
Fjársýsla ríkisins

Laun ríkisins, eitthvað fyrir þig?

Fjársýslan leitar að öflugum sérfræðingi á mannauðs- og launasvið. Framundan eru spennandi verkefni er tengjast launakerfi ríkisins og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum allt frá móttöku gagna til úrvinnslu fullunninna launagagna, greininga og stafrænnar þróunar. Leitað er eftir töluglöggum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúin að takast á við fjölbreytt verkefni með metnaðarfullum hópi samstarfsfólks sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og framúrskarandi þjónustu. Á mannauðs- og launasviði starfar hópur sérfræðinga við launavinnslu, launakeyrslu og mannauðsráðgjöf til ríkisaðila

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur, keyrslur og skil launagagna
Upplýsingavinnsla úr launakerfinu og vöruhúsi gagna
Samskipti við ríkisaðila, birgja og aðra hagaðila
Greining á tækifærum til umbóta
Framþróun ferla, verklags og stafrænna verkefna
Fræðsla, ráðgjöf og miðlun upplýsinga
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af vinnslu og greiningu gagna
Rík þjónustulund og samskiptahæfni
Skipulagsfærni, frumkvæði og drifkraftur
Mjög góð greiningarhæfni, gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
Reynsla og þekking á sviði upplýsingatækni og stafrænnar þróunar er kostur
Reynsla af mótun og stýringu umbreytingaverkefna er kostur
Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
Mötuneyti
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Betri vinnutími
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
Umsóknarfrestur27. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Vegmúli 3, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.