Verkefnastjóri innkaupa og vörustýringar

Landspítali Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík


Verkefnastjóri innkaupa og vörustýringar

Rekstrarsvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra í innkaup og vörustýringu í eldhúsi og matsölum. Viðkomandi er hluti af teymi sem kemur að innkaupum og aðfangakeðju eldhúss Landspítala.

Í eldhúsi og matsölum Landspítala er rekið eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi þar sem framleiddar eru daglega um 5.000 máltíðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Á deildinni eru jafnframt reknir 10 matsali fyrir starfsfólk ("ELMA"). Í eldhúsi og matsölum Landspítala starfa rúmlega 100 manns af 13 þjóðernum.

Leitað er að einstaklingi með menntun í viðskiptafræði, verkfræði eða rekstrarfærði með góða þekkingu á vörustjórnun. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli samskiptahæfni,vera töluglöggur og  hafa brennandi áhuga á framþróun þjónustu, að mæta þörfum ólíkra hópa og innleiða bætta ferla.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býður upp á lifandi starfsumhverfi og gefandi samstarf við ólíka einstaklinga.

 
Helstu verkefni og ábyrgð

 • Innkaup - samskipti við birgja, útboð, tilboðsgerð, stuðningur við rekstrareiningar eldhúss
 • Yfirumsjón með lager, sölu og afgreiðslukerfi eldhúss
 • Aðfangakeðja eldhúss og matsala
 • Kostnaðarútreikningar við matseðla sjúklinga og starfsmanna
 • Þróun árangursmælikvarða í eldhúsinu

 
Hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, verkfræði, rekstrarfræði
 • Starfsreynsla og þekking á vörustjórnun æskileg
 • Framhaldsmenntun tengd vörustjórnun æskileg
 • Greiningarhæfni og góð tölvuþekking
 • Þekking á framleiðslustýringu og straumlínustjórnun æskileg
 • Framúrskarandi þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögum

 
Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.


Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2019

 
Nánari upplýsingar veita

Sigrún Hallgrímsdóttir - sighallg@landspitali.is – 543 5205
Viktor Ellertsson - viktore@landspitali.is – 543 1517


Landspítali
Skipulag og næringarráðgjöf ELM
Hringbraut
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

27.05.2019

Auglýsing stofnuð:

13.05.2019

Staðsetning:

Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi