Hjúkrunarfræðingur/innköllunarstjóri speglun

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Hjúkrunarfræðingur/ innköllunarstjóri á speglunardeild LSH

Starf innköllunarstjóra á speglunardeild Landspítala er laust til umsóknar frá 1. febrúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Á speglunardeild starfar um 25 manna hópur samhentra starfsmanna, í nánu samstarfi við fjölmarga fagmenn Landspítala. Starfsstöðvar eru tvær, við Hringbraut þar sem stærri hluti speglana fer fram, auk þess sem speglað er í Fossvogi. Á deildinni eru m.a. gerðar maga-, ristil-, gall-, lungna- og ómspeglanir ásamt flóknum inngripum í speglunum s.s. stoðnetsísetningar.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi og reynir á sjálfstæði og frumkvæði. Um er að ræða nýtt starf sem viðkomandi starfsmaður tekur þátt í að þróa. Starfið er unnið í dagvinnu með viðveru alla virka daga en starfsmaður getur haft sveigjanleika varðandi hvenær dagsins hann vinnur.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

» Taka þátt í að þróa biðlistastjórnun deildarinnar með læknum, riturum og öðrum hjúkrunarfræðingum og utanumhald um alla biðlista deildarinnar
» Innköllun, bókun og fræðsla til sjúklinga fyrir allar speglanir
» Þátttaka í innleiðingu og þróun á Orbit fyrir speglunardeild

 

Hæfnikröfur

» Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Faglegur metnaður
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Góð almenn tölvukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 

Starfshlutfall er 60 - 80%
Umsóknarfrestur er til og með 21.01.2019

 

Nánari upplýsingar veitir

Þórhildur Höskuldsdóttir - thorhiho@landspitali.is - 825 6030


LSH Speglun H

Hringbraut

101 Reykjavík


 

Umsóknarfrestur:

21.01.2019

Auglýsing stofnuð:

13.12.2018

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi