Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Viðskiptastjóri
Við hjá Landsneti leggjum áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings, fær góða þjálfun og hefur tækifæri til þróunar í starfi.
Við leitum að öflugum og skipulögðum einstaklingi sem býr yfir jákvæðni og afar góðri hæfni í mannlegum samskiptum í samhent teymi okkar í viðskiptaþjónustu. Viðskiptastjóri er tengiliður okkar við viðskiptavini og er starfið og starfsumhverfið fjölbreytt og lifandi þar sem bregðast þarf við auknum kröfum í síbreytilegu viðskiptaumhverfi.
Menntunar og hæfniskröfur
Starfssvið
Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afendingu á raforku til framtíðar. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Við hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, tökum þátt í að skapa góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar - samvinnu, ábyrgð og virðingu - að leiðarljósi.
Umsóknarfrestur er til og með 1.janúar 2019.
Nánari upplýsingar veita Svandís Hlín Karlsdóttir, yfirmaður viðskiptaþjónustu og -þróunar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
06.01.2019
Auglýsing stofnuð:29.11.2018
Staðsetning:Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund:Fullt starf