Verk/Tæknifræðingur

Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík


VERK/TÆKNIFRÆÐINGUR

Við leitum að nýjum samstarfsmanni með brennandi áhuga á rafvæddri framtíð til að bætast í öflugan hóp starfsmanna á kerfisstjórnunarsviði Landsnets á Gylfaflöt.

Stjórnstöðin er miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu raforkukerfisins. Við bjóðum fjölbreytt starf, samskipti við viðskiptavini og þátttöku í þróunar og nýsköpunarverkefnum sem stuðla að bættu afhendingaröryggi. Í stjórnstöðinni starfar reyndur hópur sérfræðinga sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, öfluga teymisvinnu og stöðugar umbætur. Starfið er unnið í dagvinnu og á vöktum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. verkfræði, tæknifræði eða menntun á sviði raungreina
  • Mjög góð greiningarhæfni og færni til að setja fram upplýsingar á skýran hátt
  • Samskiptahæfni og drifkraftur til að gera betur
  • Útsjónarsemi og geta til að starfa undir álagi


Starfssvið

  • Stýring og vöktun raforkukerfisins
  • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
  • Þátttaka í úrbótaverkefnum og straumlínulögun ferla
  • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og snjallnetsþróun
  • Áætlanagerð og samræming aðgerða í flutningskerfinu


Umsóknarfrestur er til og með 19.maí 2019.

Nánari upplýsingar veita Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar, og Ólafur Kári Júlíusson mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.is
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur:

19.05.2019

Auglýsing stofnuð:

04.05.2019

Staðsetning:

Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi