atNorth
atNorth
atNorth

Lágspenntur rafvirki í Reykjanesbæ

atNorth er að byggja upp innviði framtíðar á Íslandi og leitar því að brautryðjendum til að starfa í heimi gervigreindar og gagnavera. Við höfum sett okkur markmið um að vera leiðandi í uppbyggingu innviða fyrir gervigreind á alþjóðavísu og nú setjum við saman teymi sem mun sjá um að smíða þá innviði.

atNorth óskar eftir lágspenntum rafvirkja í teymið í gagnaver okkar í Reykjanesbæ.

Þetta starf er ráðning til framtíðar og fullt stöðugildi. Hlutverkið hentar öllum kynjum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Setja upp lágspennubúnað og lagnir fyrir gervigreindarklasa og öflugt skjákortanet með loft- og vatnskælingu í gagnaverum okkar á Íslandi og víðar á Norðurlöndunum. Áreiðanleg rafkerfi eru mikilvægur hlekkur í starfsemi gagnavera okkar og mikilvægt að uppsetning þeirra, viðhald og rekstur séu með skilvirkum og öruggum hætti. Lágspenntir rafvirkjar hjá atNorth gera meðal annars þetta:

  • Uppsetning á rafkerfum fyrir tölvur framtíðar
  • Eftirlit og viðhald rafkerfa
  • Tryggja öryggi og stuðla að bættu verklagi
  • Vinna vel með viðskiptavinum
Menntunar- og hæfniskröfur

Þú þarft að vera með þekkingu og reynslu af lágspennu til að koma til greina. Við kunnum að meta góða liðsfélaga sem eru áhugasamir um að læra og vaxa í heimi gagnavera og gervigreindar.

  • Menntun í rafvirkjun
  • Þekking og reynsla af lágspennu
  • Mikil færni í ensku við lestur og skrif
  • Vinna vel í teymi og geta hlegið með samstarfsfólki þínu
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði við störf
Fríðindi í starfi

atNorth er stöndugt fyrirtæki stofnað árið 2009 og er brautryðjandi í hönnun, uppbyggingu og rekstri hátæknigagnavera á Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Viðskiptavinir atNorth eru alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir sem starfa í heilbrigðisgeiranum, í fjármálaiðnaði, veðurfræði eða við rannsóknir sem nýta þjónustu atNorth til þess að vinna gögn með hámarks afköstum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

atNorth er samheldin hópur sem tekur árangursmiðaðar ákvarðanir til að byggja upp sinn vinnustað. atNorth er ábyrgur vinnustaður og býður upp á fjölskylduvænt umhverfi. Hjá okkur færðu góð vinnutæki og aðbúnað til að geta unnið þína vinnu.

Helstu kostir þess að vinna hjá atNorth eru:

  • Við tryggjum að þú fáir þjálfun, símenntun og aðgang að þekkingu varðandi rekstur gagnavera til að geta sinnt starfinu
  • Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
  • Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
  • Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
  • Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
  • Fjarskiptapakki og símastyrkur
  • Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu

Tækifæri til þess að ferðast til annarra gagnavera til að miðla þekkingu

Höfuðstöðvar atNorth eru í Hafnarfirði, og fyrirtækið rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum. Á árinu 2024 verða tvö ný gagnver tekin í notkun í Finnlandi og Danmörku. Frekari upplýsingar um atNorth er að finna á vefsíðu fyrirtækisins atnorth.com og eins má fylgja atNorth á Linkedin og Facebook.

Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sjónarhóll 129156, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Rafvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar