
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Lagnahönnuður - Iðnaðarsvið
Iðnaðarsvið Verkís leitar að lagnahönnuði til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum – allt frá minni umbótum og endurbótum kerfa til viðamikilla framkvæmda í orku-, samgöngu- og byggingageiranum, ásamt ýmsum iðnaðarverkefnum.
Sem lagnahönnuður vinnur þú náið með öflugu teymi sérfræðinga að hönnun og samhæfingu lagna-, loftræsi- og slökkvikerfa frá hugmynd til framkvæmdar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hanna lagnir og loftræsingu (t.d. vatn, frárennsli, kælikerfi, þrýstiloft, vatnsúða/slökkvikerfi) frá frumhönnun til verkloka.
- Framkvæma útreikninga, útbúa teikningar og tryggja samhæfingu við önnur fög í þverfaglegu teymi.
- Taka þátt í útboðum, útbúa magnskrár og tæknilýsingar og styðja við framkvæmd með eftirfylgni og verkfundum.
- Halda utan um gæði og rekjanleika hönnunar, m.a. í BIM-umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verkfræðimenntun eða önnur sambærileg tæknimenntun.
- Reynslu af hönnun lagna og loftræsikerfa er kostur.
- Færni í Revit/BIM umhverfi og teikniforritum er kostur, t.d. Inventor/Plant 3D.
- Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni í samskiptum.
- Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vörustjóri netlausna á fyrirtækjamarkaði
Síminn

VERKFRÆÐINGUR – GANGSETNINGAR OG PRÓFANIR - AKUREYRI
atNorth

Verkefnastjóri - Skipaþjónusta
Slippurinn Akureyri ehf.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin

Director of Device Technology – Center for New Technologies
Embla Medical | Össur

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda og tæknimála
Atlas Verktakar ehf

Verkefnastjóri byggingamála
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri jarðvinnu og tæknimála
Þjótandi ehf.

Gervigreindarsérfræðingur
VÍS

Sérfræðingur í gagnavinnslu
Norðurorka hf.

Sérfræðingur í rekstri stjórn- og varnarbúnaðar
Landsnet hf.