Verkís
Verkís
Verkís

Lagnahönnuður - Iðnaðarsvið

Iðnaðarsvið Verkís leitar að lagnahönnuði til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum – allt frá minni umbótum og endurbótum kerfa til viðamikilla framkvæmda í orku-, samgöngu- og byggingageiranum, ásamt ýmsum iðnaðarverkefnum.

Sem lagnahönnuður vinnur þú náið með öflugu teymi sérfræðinga að hönnun og samhæfingu lagna-, loftræsi- og slökkvikerfa frá hugmynd til framkvæmdar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hanna lagnir og loftræsingu (t.d. vatn, frárennsli, kælikerfi, þrýstiloft, vatnsúða/slökkvikerfi) frá frumhönnun til verkloka.
  • Framkvæma útreikninga, útbúa teikningar og tryggja samhæfingu við önnur fög í þverfaglegu teymi.
  • Taka þátt í útboðum, útbúa magnskrár og tæknilýsingar og styðja við framkvæmd með eftirfylgni og verkfundum.
  • Halda utan um gæði og rekjanleika hönnunar, m.a. í BIM-umhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræðimenntun eða önnur sambærileg tæknimenntun.
  • Reynslu af hönnun lagna og loftræsikerfa er kostur.
  • Færni í Revit/BIM umhverfi og teikniforritum er kostur, t.d. Inventor/Plant 3D.
  • Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni í samskiptum.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar