Lagerstarfsmaður og sendill
VHE ehf óskar eftir röskum og skipulögðum einstaklingi til starfa á lager fyrirtækisins í Hafnarfirði. Viðkomandi þarf að hafa lyftarapróf og geta hafið störf fljótlega.
Starfið felst fyrst og fremst í sendlaþjónustu fyrirtækisins sem þjónustar allar okkar deildir í útvegun aðfanga og efnis til þess að tryggja hámarksframleiðni.
Starfsmaður vinnur önnur störf tilfallandi á lager fyrirtækisins, s.s tiltekt pantana, frágangur og móttaka á vörum, bestun vinnusvæðis og önnur sérverkefni.
Um er að ræða fjölbreytt starf á skemmtilegum vinnustað við fjölskylduvænar aðstæður.
VHE er lausnafyrirtæki á véltæknisviði. Við hönnum og smíðum vélbúnað og lausnir eftir þörfum hvers viðskiptavinar. Við veitum víðtæka rekstrar- og viðhaldsþjónustu og þjónustum stóriðjuna að miklu leiti. Öflug verkstæði okkar sinna ýmisskonar smíðaverkefnum.
Hæfniskröfur:
Bílpróf er skilyrði
Góð líkamleg heilsa
Vinnuvélaréttindi eru mikill kostur
Góð þjónustulund og stundvísi er krafa.
Íslenskukunnátta er nauðsynleg, enska og/eða önnur tungumálakunnátta mikill kostur.
- Sendill
- Lagerstörf
- Mötuneyti
- Endurmenntunarstyrkur
- Heilsubótastyrkur