

Lagerstarfsmaður á viðgerðarlager ELKO
Lagerstarfsmaður sinnir hefðbundnum lagerstörfum á viðgerðarlager en einnig akstri á vörum í viðgerðarferli, meðal annars til og frá viðskiptavinum og verkstæðum eða öðrum þjónustuaðilum. Lagerstarfsmaður ber ábyrgð á sínum verkefnum gagnvart yfirmanni sínum. Næsti yfirmaður starfsmanns er lagerstjóri viðgerðarlagers.
Starfstöð verður á nýjum viðgerðarlager að Akralind 6. Vinnutími er 11:00-19:00, með fyrirvara um breytingar.
Markmið ELKO er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði. Til að ná því markmiði leggur ELKO mikla áherslu á að upplifun viðskiptavina þegar kemur að eftirkaupaþjónustu sé jákvæð. Lagerstarfsmaður viðgerðarlagers gegnir þar mikilvægu hlutverki með ábyrgð sinni á ábyrgð á tækjum í viðgerðarferli og dreifingu þeirra eftir þjónustustöðlum ELKO.
Neðangreind verkefni skal starfsmaður sjá um að séu skipulega og vel unnin hverju sinni og hagkvæmni jafnan höfð í fyrirrúmi
- Akstur á tækjum í viðgerðarferli
- Afgreiðsla og móttaka á lánstækjum
- Afgreiðsla og móttaka á tækjum í viðgerðarferli
- Utanumhald á lánstækjum sem eru á viðgerðarlager
Hæfniskröfur
- Gilt ökuskírteini
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Almenn tölvukunnátta og hæfni til að kynna sér tölvukerfi
Almenn hæfni
Skipulagshæfileikar og færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Kunnátta til að nýta tölvu til að leysa dagleg verkefni.
Samskipti
Lögð er áhersla á góð samskipti við viðskiptavini birgja, yfirmann, stjórnendur ELKO og annað samstarfsfólk hvar sem er í fyrirtækinu. Yfirmanni skal reglulega kynnt staða mála.











