ELKO
ELKO
ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi. ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði. Verslanir eru sex og með samtals 5.000 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss. Hjá ELKO starfa um 240 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is
ELKO

Lagerstarfsmaður á viðgerðarlager ELKO

Lagerstarfsmaður sinnir hefðbundnum lagerstörfum á viðgerðarlager en einnig akstri á vörum í viðgerðarferli, meðal annars til og frá viðskiptavinum og verkstæðum eða öðrum þjónustuaðilum. Lagerstarfsmaður ber ábyrgð á sínum verkefnum gagnvart yfirmanni sínum. Næsti yfirmaður starfsmanns er lagerstjóri viðgerðarlagers.

Starfstöð verður á nýjum viðgerðarlager að Akralind 6. Vinnutími er 11:00-19:00, með fyrirvara um breytingar.

Markmið ELKO er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði. Til að ná því markmiði leggur ELKO mikla áherslu á að upplifun viðskiptavina þegar kemur að eftirkaupaþjónustu sé jákvæð. Lagerstarfsmaður viðgerðarlagers gegnir þar mikilvægu hlutverki með ábyrgð sinni á ábyrgð á tækjum í viðgerðarferli og dreifingu þeirra eftir þjónustustöðlum ELKO.

Neðangreind verkefni skal starfsmaður sjá um að séu skipulega og vel unnin hverju sinni og hagkvæmni jafnan höfð í fyrirrúmi

  • Akstur á tækjum í viðgerðarferli
  • Afgreiðsla og móttaka á lánstækjum
  • Afgreiðsla og móttaka á tækjum í viðgerðarferli
  • Utanumhald á lánstækjum sem eru á viðgerðarlager

Hæfniskröfur

  • Gilt ökuskírteini
  • Reynsla af lagerstörfum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tölvukunnátta og hæfni til að kynna sér tölvukerfi

Almenn hæfni

Skipulagshæfileikar og færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Kunnátta til að nýta tölvu til að leysa dagleg verkefni.

Samskipti

Lögð er áhersla á góð samskipti við viðskiptavini birgja, yfirmann, stjórnendur ELKO og annað samstarfsfólk hvar sem er í fyrirtækinu. Yfirmanni skal reglulega kynnt staða mála.

Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Akralind 6, 201 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.