Skjól hjúkrunarheimili
Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka er rekið undir stjórn deildar á 4. hæð heimilisins.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Læknir á hjúkrunarheimilisdeild
Hjúkrunarheimilin Skjól leitar að lækni / sérfræðilækni til að sinna heimilisdeildum. Unnið er samkvæmt verktakasamningi og starfshlutfall er hlutastarf samkvæmt samkomulagi.
Á Skjóli eru 4 heimilisdeildir og sérhæfð dagdeild fyrir fólk með heilabilun. Einnig er í tengslum við Skjól rekið lítið sambýli fólks með minnissjúkdóma
Hver heimilisdeild hefur sinn lækni með heimsókn vikulega sem þá fer yfir heimilisfólk á viðkomandi deild með deildarstjóra. Innlit er á aðrar deildir heimilisins heimsóknardaginn. Annars samkvæmt starfslýsingu
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, meðferð og eftirfylgd íbúa.
- Reglubundin yfirferð lyfjameðferðar
- Fjölskyldufundir
- Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu á deildinni
- Bakvaktir með síðdegis-, kvöld, nætur og helgarvöktum eftir samkomulagi. Sameiginlegar fyrir hjúkrunarheimilin Skjóli Eir og Hamra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði. Sérfræðiréttindi í heimilis-, lyf eða öldrunarlækningum
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Reynsla af starfi með aldraða og fjölfaglegri teymisvinnu æskileg.
- Reynsla af samtali um meðferðarmarkmið og þekking á líknar og líflsokameðferð æskileg.
- Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)
Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær
Sjúkraþjálfari og/eða iðjuþjálfi - Hrafnista Reykjanesbæ
Hrafnista
Verkefnastjóri Iðju- og dagþjónustu
Sveitarfélagið Hornafjörður
Iðjuþjálfi óskast til starfa á Grenivík, Grýtubakkahreppi
Grýtubakkahreppur
Iðjuþjálfi - Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur
Háskólamenntaður starfsmaður í íbúðakjarna í Þrastarlundi
Akureyri
Háskólamenntaður starfsmaður í íbúðakjarna í Klettaborg
Akureyri
Við leitum að kennara?
Leikskólinn Sjáland
Teymisstjóri í þjónustu við fatlað fólk
Kópavogsbær