Lækning - móttaka og símsvörun

Hefur þú gaman af mannlegum samskiptum?

Ef svo er þá leitum við að starfsmanni í okkar frábæra starfsmannahóp.
Starfið felst í símsvörun og almennum móttökuritarastörfum ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur:

  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Jákvætt viðmót
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku


Um framtíðarstarf er að ræða og vinnutími er frá 9-16.

Í boði er líflegur vinnustaður með góðum starfsanda og gott vinnumhverfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun mai.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Eyjólfsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 590-9200 og á hildur@laekning.is.

Hjá Lækningu er að finna sérfræðinga í hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í Lækningu eru nútímalegar og vel útbúnar móttökustofur sérfræðilækna og fullkomnar skurðstofur.

Auglýsing stofnuð21. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Lágmúli 5, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.